Tælandi í Taílandi

Love Island-stjarnan Arabella Chi naut sín til hins ýtrasta í …
Love Island-stjarnan Arabella Chi naut sín til hins ýtrasta í Taílandi á dögunum. Samsett mynd

Love Island-stjarnan og fyrirsætan Arabella Chi fór nýverið í mikla ævintýraferð til Taílands, en hún hefur verið dugleg að deila myndum frá ferðalagi sínu á Instagram-reikningi sínum. 

Chi er 31 árs gömul og er frá Lundúnum á Englandi. Hún tók þátt í fimmtu þáttaröð raunveruleikaþáttanna vinsælu, Love Island, sumarið 2019. Chi kom inn í þættina á þriðju viku, en var send heim af ástareyjunni í fjórðu viku. 

Þrátt fyrir stutt stopp á ástareyjunni vakti hún nokkra athygli, en hún er með yfir 600 þúsund fylgjendur á Instagram og nýtti fallega umhverfið á Taílandi til þess að taka upp efni fyrir miðla sína. 

View this post on Instagram

A post shared by Arabella Chi (@arabellachi)

Mikið fjör og fjölbreytt afþreying

Chi lét sér aldeilis ekki leiðast á Taílandi, en hún var stödd á eyjunni Ko Tao þar sem hún sleikti sólina og naut fjölbreyttrar afþreyingar sem í boði er á eyjunni. Hún fór meðal annars í fjórhjólaferð og veiðiferð, heimsótti fíla og snorklaði í Taílandsflóa. 

View this post on Instagram

A post shared by Arabella Chi (@arabellachi)

Eyjan Ko Tao er eftirsóknarverður staður, en hún þykir sérstaklega falleg og sjarmerandi. Nýlega fór Gyða Dröfn, vörumerkjastjóri hjá Danól, í fjögurra vikna ferð til Taílands þar sem hún heimsótti eyjuna og lærði að kafa þar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert