Hvaða skemmtiferðaskip passar best við þitt stjörnumerki?

Skemmtiferðaskip frá Royal Caribbean.
Skemmtiferðaskip frá Royal Caribbean. Ljósmynd/Royal Caribbean

Stjörnumerkin geta sagt heilmikið um það hver við erum. Nú er einnig hægt að nota speki þeirra til þess að finna út hvaða stjörnumerki á best heima á hvaða skemmtiferðaskipi svo hver og einn geti notið upplifunarinnar til hins ítrasta. 

Hrúturinn – Royal Caribeaan

Hrútar eru sjálfstæðir, athafnasamir, einlægir og kraftmikilir. Þeir vita hvað þeir vilja og nýta hvert tækifæri til þess að upplifa eitthvað nýtt og spennandi. Skemmtiferðaupplifun Royal Caribbean þykir því fullkomin fyrir þá þar sem þau bjóða upp á ævintýralegar rennibrautir, fjölskyldusvítur á tvískiptum hæðum og brimhermi fyrir þá sem þora. 

Naut – Cunard Line

Nautið er vingjarnlegt, jarðbundið, rólegt og þrjóskt. Það elskar fátt meira en að gera vel við sig og það er auðveldlega hægt um borð um skemmtiferðaskipi frá Cunard Line. Þar byrjar dagurinn á rjúkandi heitum kaffibolla og endar með kokteil á þilfarinu við sólsetur. 

Tvíburar – Carnival

Tvíburar eru miklar félagsverur og vilja alltaf hafa gaman og það hefur verið einkunnarorð Carnival síðastliðin 50 ár. Tvíburar vilja fjölbreytni og munu því hafa á nægu að taka um borð, hvort sem það er að taka þátt í sviðssetningum eða blanda geði við aðra gesti í spilavítinu.

Hjá Carnival er matarupplifunin á öðru stigi en þar eru matreiðslumenn á borð við Guy Fieri og Emeril Lagasse sem matreiða reglulega fyrir gesti. 

Krabbi – Holland America Line

Fyrir krabbann snýst allt um þægindi og slökun og er það hárrétt lýsing á þeirri upplifun sem farþegar Holland America Line geta átt von á. Þessi úrvalsskemmtiferðaskip sameina 150 ára gamlar hollenskar hefðir við nútímaleg þægindi.

Um borð eru reglulega haldin galakvöld þar sem gestir klæða sig upp í sitt allra fínasta púss og njóta þess besta í mat og drykk. 

Ljón – Celebrity Cruises

Ljónið er fyrirferðamikið og vill vera séð og sjá aðra. Það mun því elska að stíga um borð í Celebrity Cruises þar sem allir fá að njóta lífstíls þeirra fínu og frægu. Um borð er að finna gríðarstórar svítur með einstökum arkitektúr, þakgarða og ýmsar óvæntar uppákomur sem gleðja gesti.

Stjörnumerkin tólf.
Stjörnumerkin tólf. mbl.is/Thinkstockphotos

Meyja – Viking Cruises

Meyjan er forvitin, skynsöm og skipulögð og því hentar henni vel að sigla um á skipi frá Viking Cruises. Þau bjóða upp á siglingar fyrir hina hugsandi ferðalanga og leggja áherslu á borgar- og menningarsögur og hvetja því gesti sína til þess að ræða við borgarbúa þegar skipið leggst að bryggju. 

Vog – Princess Cruises 

Vogin er þekkt fyrir friðsælt eðli og jafnvægi. Hjá Princess Cruises er hægt að taka slökun á næsta stig, umkring logni hafsins. Um borð er að finna heilsulindir sem bjóða upp á nudd undir berum himni, heilsurétti og hressandi drykki sem örva líkama og sál. 

Sporðdreki – Virgin Voyages 

Forvitni, kraftur og ástríða einkennir sporðdrekann og mun hann því elska að sigla með Virgin Voyages, en þær eru eingöngu ætlaðar 18 ára og eldri. Siglingin er stanslaust partý frá upphafi til enda og geta gestir til að mynda fengið sér tattú um borð, heimsótt óteljandi bari og heilsulindir og skellt sér í „peek-a-boo“ sturtu. 

Bogmaður – Lindblad Expeditions 

Bogmaðurinn er könnuður, forvitinn, fróðleiksfús og ævintýragjarn. Skemmtisiglingar Lindblad Expeditions eru sannkallaðar ævintýrasiglingar í sérsmíðuðum leiðangursskipum sem rekin eru í samstarfi við National Geographic Society.

Siglt er frá norðurskautinu og suðurskautinu til Galapagoseyja og komið við alls staðar þar á milli. Reyndir leiðsögumenn og náttúrufræðingar eru um borð og leiða gesti í magnað ferðalag. 

Steingeit – MSC Cruises

Steingeitin er þekkt fyrir vinnusemi sína og er ekki mikið fyrir að monta sig þegar kemur að velgengni. Þriggja daga pakkaferðir MSC Cruises í Karabíska hafinu eru því kjörnar fyrir steingeitina. Hin fullkomna langa helgi til að endurhlaða batteríin. 

Vatnsberi – Hurtigruten 

Vatnsberinn er sjálfsbjarga, klár og bjartsýnn og einnig áhugasamur um jörðina og þegna hennar. Vistvænar leiðangurssiglingar Hurtigruten til Grænlands, Íslands, Galapagoseyja og Mið-Ameríku ættu því vel að heilla hann. Skemmtisiglingar Hurtigruten eru vistvænar. 

Fiskur – Ponant 

Fiskurinn er fagurkeri, listrænn og djúpur í hugsun og mun því áreiðanlega kunna að meta listmenninguna sem fyllgir skipaflota Ponants. Þar ríkir franskt þema í siglingunum og mikið er lagt í matargerð, hönnun og list í gallískum stíl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert