Peningastjörnuspá ársins 2023

Leikarinn Leonardo DiCaprio í kvikmyndinni The Wolf on Wall Street.
Leikarinn Leonardo DiCaprio í kvikmyndinni The Wolf on Wall Street. Ljósmynd/Imdb

Nú er tíminn til að spara segja sérfræðingar – og hætta að fara til Tenerife! En sumir þurfa ekki að hafa áhyggjur af peningum á árinu 2023 að minnsta kosti ekki ef marka má stjörnuspá Cosmopolitan. Það er bara spurning hvort það sé gott treysta á stjörnuspá og fara með allan varasjóðinn í spilakassa. 

Hrút­ur

Sambandið við peningana styrkist fram á vor eða þangað til í byrjun maí. Hrúturinn ætti að finna út hver gildi sín í lífinu eru þegar kemur að peningum. Hápunktur fjárhagslegrar velgengni hrútsins er 28. október – það er sniðugt að nýta daginn til að biðja um launahækkun. 

Naut

Ef nautið ætlar að ná árangri á fjármálasviðinu þarf það að taka áhættu. Áhættan getur falist í því að stofna fyrirtæki, biðja um launahækkun eða jafnvel skipta um starfsvettvang. 

Tví­bur­ar

Tvíburinn ætti að vinna undirbúningsvinnu fyrir fjárhagslega velgengni frá því ekki seinna en núna til 25. mars. Tvíburinn breytir venjum sínum mjög hratt því sumarið 2023 verður tíminn sem tvíburinn fer að græða. 

Krabbi

Frá og með 7. mars næstkomandi þarf krabbinn að vinna með stranga fjárhagsætlun og skýran ramma. Vinnan verður öll þess virði í sumar. 

Ljón

Ljónið þarf að fara varlega með peninga á fyrsta ársfjórungi ársins eða svo. Eftir það þarf ljónið að taka lítil skref og nýta það sem það lærði. Frá 20. maí til 10. júlí verður ljónið búið að læra allt sem þarf að læra til þess að lifa eins og konungur. 

Þarftu að spara aðeins á næsta ári?
Þarftu að spara aðeins á næsta ári? Ljósmynd/Colourbox

Meyja

Meyjan á að fjárfesta í fólkinu í lífinu sínu og ekki endilega eyða peningum í það. Það mun skila sér margfalt til baka og að lokum inn á bankareikninginn. 

Vog

Að undanförnu hefur vogin verið að vinna að fjárhagslegum stöðugleika og á árinu hefst nýtt fjárhagslegt tímabil í lífi vogarinnar í hvaða merkingu sem það er. Þann 14. október mun vogin sérstaklega finna fyrir ríkidæmi sínu. 

Sporðdreki

„Hvað vil ég verða?“ er spurning sem sporðdrekinn verður að svara áður en hann ákveður hvernig hann ætlar að græða. Sporðdrekinn ætti að leggja áherslu á „að vera“ í staðinn fyrir að „eiga“. Eftir að sporðdrekinn er búinn að finna sjálfan sig getur hann byrjað að vinna að fjárhagslegu öryggi.  

Bogmaður

Á síðustu árum hefur bogmaðurinn verið að læra sína lexíu og hann útskrifast loksins þann 5. maí. Þann 13. nóvember ætti bogmaðurinn að segja alheiminum hvað hann vill þegar kemur að peningum og þá gæti árið 2023 endað vel. 

Leikur peningalukkan við þig?
Leikur peningalukkan við þig? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stein­geit

Á síðustu árum hefur steingeitin þurft að endurhugsa hvað öryggi er og ætti að vita hvað fjárhagslegt öryggi þýðir. Á árinu mun steingeitin framkvæma í ljósi visku sinnar. Hún ætti þó ekki að gleyma að ræða við fólkið sitt þegar hún fær hugmyndir sem tengjast peningum – steingeitin hefur gott af því að fá álit annarra. 

Vatns­beri

Í mars hefst þriggja ára tímabil þar sem vatnsberinn vinnur að því að ná fram fjárhagslegum markmiðum sínum og ná fjárhagslegum stöðugleika. Vatnsberinn þarf að forgangsraða og hugsjónir hans koma fremst í flokki. Heiðarleiki mun borga sig. 

Fisk­ar

Löngun er lykillinn. Fiskurinn þarf að láta drauma sína leiða sig að ríkidæmi sínum. Það er í lagi að vera stressaður en fiskurinn ætti ekki að gefa drauma sína upp á bátinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál