Er ekki langrækin og stjórnsöm

Kirsten Dunst veit hvað hún vill en er alls ekki …
Kirsten Dunst veit hvað hún vill en er alls ekki stjórnsöm eða langrækin eins og stjörnuspáin hennar segir í Los Angeles Times. Þetta kemur fram í umfjöllun W. mbl.is/AFP

Fræga fólkið í Hollywood hefur ekki minni áhuga á stjörnuspá sinni en við hin ef marka má nýlega umfjöllun W tímaritsins um fræga fólkið sem fer yfir spá sína fyrir framtíðina. 

Leikarinn Jake Gyllenhaal sem fæddur er 19. desember er bogmaður. Hann les gjarnan stjörnuspána og er oft sammála henni. 

„Stjörnuspá getur haft mikil áhrif á okkur, en við þurfum að sjálfsögðu að skoða hverjir skrifa hana og að taka ekki of mikið mark á henni,“ segir hann. 

Þeir sem tóku þátt í að lesa stjörnuspána sína auk Gyllenhaal voru leikararnir Jennifer Hudson, Alana Haim sem telur sig í besta merkinu, Tessa Thompson og Dakota Johnson, Jared Leto og Kristin Stewart, Jennifer Hudson og Jonah Hill svo einhverjir séu nefndir. 

Jared Leto, sem er steingeit, talar um að stjörnuspáin sín minni á skilaboð sem hann fékk nýverið í símann þar sem hann er sagður afar leyndardómsfullur og góður í að láta sig hverfa úr samböndum. Hann þarf þó að vara sig á næstunni, því nú er góður tími fyrir hann að fara í samband og ætti hann að velja vel hvern hann parar sig með. 

Kirsten Dunst sem fædd er þann 30. apríl og er því í nautsmerkinu, er alls ekki sammála sinni spá í Times. Hún kannast ekki við að vera stíf, stjórnsöm, langrækin eða dómhörð líkt og talað er um stjörnumerkið hennar í blaðinu.

„Það er ég svo sannarlega ekki. Ég er meira í flæðinu heldur en að vera stíf og stjórnsöm. Ég væri til í að rífa þetta blað í tvennt ef ekki væri fyrir aðra sem munu þurfa að lesa sína stjörnuspá hér á eftir mér,“ segir hún og hlær.

mbl.is