Reykjavík öruggasti ferðamannastaðurinn

Reykjavík er öruggasta borgin fyrir ferðamenn að heimsækja samkvæmt nýrri …
Reykjavík er öruggasta borgin fyrir ferðamenn að heimsækja samkvæmt nýrri rannsókn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Gögn úr nýlegri rannsókn hafa leitt í ljós að Reykjavík sé öruggasti ferðamannastaðurinn árið 2023.

Í rannsókninni, sem gerð var á vegum Get Licensed, voru öryggisþættir greindir. Þeir voru meðal annars tíðni glæpa og morða, samþykki hinsegin fólks, traust til lögreglu og áhyggjur af því að vera rændur. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að höfuðborg Íslands, Reykjavík, sé öruggasti ferðamannastaður í heimi. 

Reykjavík skoraði hæst með heildarskorið 8.87. Borgin skoraði hátt á flestum þáttum og þá sérstaklega þegar kom að félagslegri viðurkenningu hinsegin fólks, með hæstu einkunnina, eða 9.78.

Evrópa er með sex áfangastaði á topp 10 listanum sem gerir hana að öruggustu heimsálfunni til að heimsækja árið 2023. 

10 öruggustu ferðamannastaðirnir árið 2023:

1. Reykjavík, Ísland

2. Bern, Sviss

3. Bergen, Noregur

4. Kýótó, Japan

5. Taípei, Taívan

6. Singapúr

7. Kaupmannahöfn, Danmörk

8. Salzburg, Austurríki

9. Tókýó, Japan

10. Doha, Katar og Ljubljana, Slóvenía

mbl.is