Ferðast um á 70 milljarða króna snekkju

Jeff Bezos og Lauren Sánchez njóta nú lífsins á nýju …
Jeff Bezos og Lauren Sánchez njóta nú lífsins á nýju 70 milljarða snekkjunni sinni. Samsett mynd

Það væsir ekki um auðkýfinginn Jeff Bezos og kærustu hans Lauren Sánchez sem eru um þessar mundir að njóta auðæva stofnanda Amazon á glænýrri snekkju að verðmæti 70 milljarða íslenskra króna. 

Bezos, sem er 59 ára gamall, hefur verið á stanslausu eyjahoppi ásamt Sánchez frá því snekkjan var afhent síðla apríl. Hið gríðarstóra skip, nefnt Kora, er prýtt með höggmynd af því sem líkist hafmeyju en sú virðist vera tvífari Sánchez og situr hún fremst á skipinu og horfir fram á sjóndeildarhringinn. 

Táknar nýtt upphaf

Bezos, nefndi snekkjuna sjálfur og virðist sem orðið Kora hafi mikla þýðingu fyrir hann. Kora, sem er pólýnesískt orð táknar nýtt upphaf. Snekkjan státar af þremur háum möstrum auk þriggja þilfara, þar af eitt með stórri sundlaug. 

Árlegur rekstrarkostnaður Koru eru um það bil þrír milljarðar íslenskra króna sem verður vart mikið mál fyrir þriðja ríkasta mann heims. Snekkjan rúmar 18 gesti en það þarf hins vegar í kringum 40 starfsmenn um borð til þess að sjá um að allt gangi hnökralaust.  

View this post on Instagram

A post shared by New York Post (@nypost)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert