Hvað verður um ferðatöskuna eftir innritun?

Hefur þú velt því fyrir þér hvað verður um ferðatöskuna …
Hefur þú velt því fyrir þér hvað verður um ferðatöskuna eftir að þú innritar hana á flugvellinum? Samsett mynd

Það fylgir því ákveðinn léttir að vera búin/n að innrita ferðatöskuna fyrir flug, enda kemst maður einu skrefi nær fríinu fram undan. En hefur þú velt því fyrir þér hvað verður um töskuna eftir að þú innritar hana?

Thomas Miller er einn þeirra sem vilja vita hvað verður um ferðatöskuna eftir að hún er innrituð, en hann ákvað að festa litla myndavél á töskuna sína og tók upp ferðalag töskunnar frá innritun og þar til hún var komin inn í farangursrými flugvélarinnar. 

Hann birti myndskeiði á TikTok, en það hefur vakið mikla athygli á miðlinum og þegar fengið yfir 20 milljónir áhorfa. Eins og sést á myndskeiðinu fer taskan í heljarinnar ferðalag áður en hún kemst út í flugvélina. 

mbl.is