Ævintýrafólkið sem þú verður að fylgja á Instagram

Nældu þér í innblástur frá fimm ævintýragjörnum einstaklingum á Instagram!
Nældu þér í innblástur frá fimm ævintýragjörnum einstaklingum á Instagram! Samsett mynd

Það er fátt sem toppar töfrandi ævintýri og spennandi útivist í fallegri náttúru. Margir leita til samfélagsmiðla á borð við Instagram til að sækja sér innblástur fyrir næsta ferðalag og þá er gott að vera að fylgja rétta ævintýrafólkinu.

Ferðavefur mbl.is tók því saman fimm ævintýragjarna einstaklinga sem hafa mikið dálæti á ferðalögum sem þú hreinlega verður að fylgja.

Benjamin Hardman

Ljósmyndarinn Benjamin Hardman kom til Íslands fyrir um níu árum til að taka myndir, en í dag er hann heimsþekktur og hefur til dæmis unnið fyrir BBC og Netflix. Hann hefur undanfarin ár einbeitt sér að myndatökum á heimskautasvæðinu og birtir á Instagram-reikningi sínum magnaðar myndir frá ferðalögum sínum. 

Hildur Karlsson

Hin sænska Hildur Karlsson hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, en á Instagram-síðu hennar má finna ótal ævintýralegar myndir frá ferðalögum hennar og útivist um allan heim, allt frá Íslandi og Noregi til Sri Lanka og Japan. 

View this post on Instagram

A post shared by @hildurkarlsson

Sigurður Bjarni Sveinsson

Það er óhætt að fullyrða að Sigurður Bjarni Sveinsson sé mikill ævintýramaður, en hann hefur verið duglegur að ferðast um fáfarnar slóðir í íslenskri náttúru og stunda útivist. Síðasta vetur fór hann til að mynda í 14 daga ferðalag í kringum landið yfir háveturinn og leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með. 

Ása Steinarsdóttir 

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum á síðustu árum þar sem hún birtir magnaðar ferðamyndir og myndbönd. Hún hefur tekið þátt í mörgum spennandi verkefnum og hefur meðal annars skrifað fyrir Vogue Scandinavia. 

View this post on Instagram

A post shared by Asa Steinars (@asasteinars)

Íris Freyja Salgu­ero Krist­ín­ar­dótt­ir

Fyrirsætan Íris Freyja Salguero Kristínardóttir hefur verið dugleg að ferðast bæði hérlendis og erlendis ásamt kærasta sínum, athafnamanninum Agli Halldórssyni. Í sumar fóru þau víðsvegar um landið og upplifðu töfrandi ævintýri í góðra vina hópi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert