Draumastaðir frægustu fyrirsætu í heimi

Irina Shayk væri til í að ferðast til fleiri staða.
Irina Shayk væri til í að ferðast til fleiri staða. AFP

Þrátt fyrir að vera ein launahæsta og frægasta fyrirsæta í heimi hefur fyrirsætan Irina Shayk ekki ferðast til allra þeirra staða sem hana langar til að ferðast til. Hún deildi lífslistanum sínum í nýlegu viðtali við Elle. 

Shayk var feimin við að segja frá öllum draumum sínum en sagðist þó vilja ferðast meira. 

„Ég hef aldrei farið til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Og mig langar að fara aftur til Madagaskar af því það er uppáhaldsstaðurinn minn.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Shayk. 

Allir elska Madagaskar!

Madagaskar er eyja í Indlandshafi og liggur við suðaust­ur­strönd Afr­íku. Eyjan er þekkt fyrir ótrúlega náttúru og magnað dýralíf. 

Sara Sig­ríður Ólafs­dótt­ir greindi frá því í viðtali við ferðavef mbl.is að hún hefði komið til 46 landa á 27 árum. Madagaskar var meðal þeirra landa standa upp úr að hennar mati. „Svo er Madaga­sk­ar eitt fal­leg­asta land sem ég hef komið til sem ég gæti ekki mælt meira með,“ sagði Sara. 

Vilmundur Hansen, garðyrkju- og grasafræðingur, var einnig ánægður með ferð sína  til Madagaskar. „Madaga­sk­ar hef­ur lengi verið drauma­áfangastaður hjá mér. Sem krakki horfði ég á þessa fjar­lægu og dul­ar­fullu eyju á korti og dreymdi um að fara þangað. Í vor rætt­ist sá draum­ur og ég varð ekki fyr­ir von­brigðum enda gróðurfar og dýra­líf á eyj­unni ein­stakt,“ sagði Vilmundur í viðtali við ferðavef mbl.is árið 2019. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert