Kynhneigð er fljótandi

Umræða um fljótandi kynhneigð hefur aukist og það sé ekki …
Umræða um fljótandi kynhneigð hefur aukist og það sé ekki endilega hægt að skilgreina hana á bara á einn hátt.

Þegar börn verða kynþroska, og reyndar oft fyrr, velta þau gjarna fyrir sér kynhneigð, bæði sinni eigin og annarra. Samkvæmt breskri rannsókn segjast næstum helmingur breskra ungmenna á aldrinum 18-24 ára hvorki vera algjörlega gagnkynhneigður né algjörlega samkynhneigður heldur skilgreina sig einhverstaðar þar á milli og má leiða getum að því að áþekkar niðurstöður fengjust hérlendis.

Gyða Margrét Pétursdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands sagði í samtali við ruv.is að umræða um fljótandi kynhneigð hafi aukist og það sé ekki endilega hægt að skilgreina hana á einn eða annan hátt. Þetta einnig eiga við hér á landi; margir eigi erfiðara með að skilgreina kynhneigð á einn hátt. Hún segir ennfremur að þetta eigi ekki bara við um kynhneigð, það er líka upprót hvað varðar kynvitund fólks. Fólk er síður að setja sig í kassann, karl eða kona.

Kynhneigð segir til um hverjum fólk getur orðið skotið í, …
Kynhneigð segir til um hverjum fólk getur orðið skotið í, ástfangið af og laðast að. Fólk getur laðast að einhverjum af öðru kyni, af sama kyni, sumt fólk laðast að körlum og konum og sumir pæla aldrei í kyni þess sem það laðast að.

Gyða Margrét segir einnig að þessar hugmyndir um kynhneigð geti verið fljótandi í gegnum æviskeiðið og að það sé kannski það sem endurspeglast í vitund ungs fólks. Hún segir þetta líka tengjast réttindabaráttu samkynhneigðra. Það er ekki lengur skömm af því að skilgreina sig ekki sem algjörlega gagnkynhneigðan.

Kynhneigð segir til um hverjum fólk getur orðið skotið í, ástfangið af og laðast að. Fólk getur laðast að einhverjum af öðru kyni, af sama kyni, sumt fólk laðast að körlum og konum og sumt pælir aldrei í kyni þess sem það laðast að. Aðrir laðast ekki að neinum.

Það er afar mikilvægt fyrir foreldra að vera opin fyrir vangaveltum barna sinna og unglinga um þessi mál, ekki síst ef þau eru í vafa gagnvart eigin kynhneigð og ef þeim líður illa vegna efans. Það er nauðsynlegt að hlusta á þau með opnum huga og skoða lausnir sem mögulega getur falist í meðferð hjá sálfræðingi eða fræðslu hjá Samtökunum 78. 

Samfélagið gerir í ræðu og riti oftast ráð fyrir því að karlar hrífist af konum og konur að körlum. Orðræðan er þannig og oft látið sem annað sé ekki til. Þessi gagnkynhneigða orðræða veldur því að þeir sem ekki falla inn í þetta mynstur upplifa sig „hinsegin“.

Það eru mannréttindi að fá að vera sáttur í eigin skinni og hrífast kynferðislega eins og hugurinn girnist svo framarlega sem enginn hlýtur skaða af. Einstaklingarnir eru mismunandi og fjölbreytnin er eftirsóknarverð. Allir þurfa að lifa með sjálfum sér og orðræða sem gerir ráð fyrir fjölbreytileikanum er til þess fallin að auka líkurnar á því að hver og einn geti lifað sáttur með sjálfum sér og öðrum. 

Hugmyndir um kynhneigð tengjast réttindabaráttu samkynhneigðra.
Hugmyndir um kynhneigð tengjast réttindabaráttu samkynhneigðra.

Kynhneigð fólks segir ekkert um hversu lengi sambönd þeirra við aðra manneskju endast. Sambönd gagnkynhneigðra endast ekki lengur en sambönd samkynhneigðra eða tvíkynhneigðra. Þar ræður meiru persónuleiki einstaklinganna og hvernig þeir rækta sambandið sín á milli.

Kynhneigð getur verið alls konar, hún getur tekið breytingum og er mismunandi hjá hverjum og einum. Henni er gjarna skipt í flokka og á vef Samtakanna 78 má sjá eftirfarandi flokkun:

Gagnkynhneigð: að laðast að manneskjum af öðru kyni

Samkynhneigð: (lesbía, hommi) að laðast að manneskjum af sama kyni

Tvíkynhneigð: að laðast að tveimur kynjum

Pankynhneigð: að laðast að fólki óháð þeirra kyni (t.d. konum, körlum og fólki sem skilgreinir sig á annan hátt)

Asexúal: að laðast lítið eða ekki að öðru fólki

Grein þessi er unnin upp úr frétt á ruv.is, vef Samtakanna ´78 og Heilsuvera.is, vef Heilsugæslunnar og Landlæknisembættisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert