Styðjum strákana okkar og syngjum!

Ekki HÚH í þetta sinn, heldur Ferðalok. Allir geta verið …
Ekki HÚH í þetta sinn, heldur Ferðalok. Allir geta verið með og þátttakan er ofureinföld. mbl.is/Golli


Það eru margar leiðir til að styðja strákana okkar í Rússlandi. Ein sú skemmtilegasta er sú að taka þátt í stærsta stafræna kór í heimi. Það er mjög einfalt; fjölskyldan kemur sér fyrir í sófanum - eða bara hvar sem er - smellir á myndbandið hér fyrir ofan og syngur lagið Ferðalok. Texti og undirspil fylgja og hægt er að velja bæði allt lagið eða bara viðlagið. 

Við ætl­um að slá Íslands­met og búa til stærsta sta­f­ræna kór Íslands­sög­unn­ar,“ seg­ir Unn­ur María Pálma­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Árvakri um verkefnið en HM-kór­inn er vett­vang­ur þar sem Íslend­ing­ar geta sent upp­töku af sér að syngja og verða að end­ingu öll mynd­bönd­in sett sam­an í einn risa hóp­söng. Það geta allir verið með í að peppa strák­ana þó allir komist ekki til Rússlands. Stemningin er heima og við verðum að styðja strákana gegnum súrt og sætt. Þið vitið hvað ég á við!" segir Unnur. 

Verk­efnið er sam­starfs­verk­efni MBL og Sam­sung en hug­mynd og fram­kvæmd er í hönd­um Tjarn­ar­göt­un­ar og vef­húss­ins Aranja. Unn­ur María hvet­ur alla, unga sem aldna til að vera með og senda inn sína rödd ámbl.is/​hm­kor­inn.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert