Koppaþjálfun á þremur dögum!

Áður en hafist er handa skuluð þið taka til einn …
Áður en hafist er handa skuluð þið taka til einn kopp eða fleiri, leikföng, bækur og skemmtileg verðlaun fyrir barnið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Eftirfarandi aðferð er ætluð til að kenna litlum börnum að komast á lagið með að nota koppinn. Mælt er með að helga sér þrjá daga í verkefnið. Foreldri og barn skulu koma sér vel fyrir í grennd við koppinn með leikföng og ýmiss konar snarl. Í hvert skipti sem barninu tekst til með góðum árangri skal því hrósað vel fyrir. Á þriðja degi ættu allar hindranir að vera úr vegi. Gangi ykkur vel!

Áður en hafist er handa skuluð þið taka til einn kopp eða fleiri, leikföng, bækur og skemmtileg verðlaun fyrir barnið. Útvegið ýmiss konar millimál sem eykur koppaþörf; eitthvað saltað, grænmeti eða ávexti sem innihalda mikinn vökva og að sjálfsögðu vatn.


1. dagurinn 

Útnefnið ákveðið herbergi í húsinu sem sérstaka „koppa-stöð” – eða séu til fleiri koppar, komið þeim fyrir í helstu herbergjum heimilisins.
Útskýrið fyrir barninu hvernig og hvenær eigi að nota koppinn.
Sýnið barninu hvernig verðlaun séu í boði fyrir að nota koppinn. Þá má nota hvað sem er, til dæmis alls konar límmiða eða lítið leikfang.
Ef barnið sýnir merki þess að það þurfi að komast á klósett – haldið að nærtækasta koppi.
Fagnið þegar vel gengur og hvetjið barnið.
Athugið að þegar kemur að svefni, má vel þess vænta að barnið væti rúmið. Gott er að nota vatnshelt lak fyrst um sinn, eða leyfa barninu að sofa með bleyju.


2. dagurinn 

Fylgið sömu leiðbeiningum og fyrir dag eitt, nema bjóðið barninu klukkustundar útiveru rétt eftir að því hefur tekist að nota koppinn.

3. dagurinn

Fylgið sömu leiðbeiningum heima við. Farið út úr húsi a.m.k. klukkustund um morguninn og endurtakið síðdegis. Þannig má æfa að nota koppinn og yfirgefa svo heimilið án þess að hafa bleyju.
Flest börn ættu að komast á lagið með að sleppa því að nota bleyju eftir þrjá daga, en þá aðallega yfir vökutímann. Auðvitað getur ýmislegt komið upp á og fyrir barnið að ná fullkomnum tökum á verkefninu (þá líka yfir nætur) gæti tekið allt að 1-2 mánuði.

Heimildir: Babycenter

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert