Ung móðir skömmuð við brjóstagjöf

Disa Sweet skrifaði döpur í bragði um reynslu sína þegar …
Disa Sweet skrifaði döpur í bragði um reynslu sína þegar kona kom að henni og skammaði fyrir að gefa barni sínu brjóst þar sem maður hennar og sonur gætu séð brjóstin á Sweet þar sem hún sat í bíl sínum við bílastæði Walmart. Ljósmynd/skjáskot

Eins og greint hefur verið frá hér á Fjölskyldunni á mbl.is eru Bandaríkjamenn stundum töluvert teprulegri þegar kemur að brjóstagjöf en Íslendingar.

Disa Sweet sagði frá því á Facebook-síðu sinni fyrir viku að kona hefði komið að henni, þar sem hún sat í bíl sínum á bílastæði við Walmart-stórmarkaðinn, og sagt henni að hún yrði að hylja sig því að „maðurinn hennar og sonur ættu ekki að þurfa að sjá brjóstin á henni út um allt“.

Hún segir frá því að hún hafi farið í gegnum töluverðar þrengingar við að koma brjóstagjöfinni í gang, en hafi gert það þar sem hún telji að brjóstamjólkin sé best fyrir barnið hennar. „Ég er búin að gráta margar nætur með dóttur minni til að fá hana til að taka brjóstið. Þetta hefur verið mjög yfirþyrmandi reynsla og mér fannst ég ekki vera góð mamma á meðan ég var að bíða eftir að framleiðslan byrjaði í brjóstunum.“

Disa Sweet ásamt dóttur sinni á betri stundu en á …
Disa Sweet ásamt dóttur sinni á betri stundu en á Walmart-bílastæðinu. Ljósmynd/skjáskot

Hún segir að hún hafi haft lítið teppi yfir dótturinni þar sem hún lá á brjósti móður sinnar en að hún hafi átt erfitt með að láta hana taka brjóstið og að konan ætti að hafa tekið eftir vanlíðan hennar.

Disa Sweet skilar skömminni

„Kannski að þú ættir að kenna manninum þínum að vera ekki svona mikið ógeð og sömuleiðis að kenna syni þínum að brjóstagjöf er náttúruleg leið til að fæða barnið sitt. Mér finnst leiðinlegt að þú sért svona óörugg og að þér líði illa en ég er að gera mitt besta. Ég mun aldrei ala barnið mitt upp með þeim ætti að skammast í fólki sem gerir sitt besta. Ég vona að þú sjáir þetta og skiljir að ég er bara ein mamma hérna að gera mitt besta, rétt eins og þú,“ segir Sweet að lokum.

Óhætt er að segja að færslan hafi vakið mikla athygli en 75 þúsund manns hafa deilt henni og 113 þúsund manns hafa líkað við hana. Langflestir af þeim 41 þúsund sem setja inn athugsemd við færsluna hvetja Sweet til dáða og hneykslast á konunni fyrir að skamma unga móður fyrir að fæða barnið sitt  – inni í bíl!

mbl.is