Er barnið þitt að klippa sig sjálft?

Mörg börn prófa að klippa sitt eigið hár á einhverjum …
Mörg börn prófa að klippa sitt eigið hár á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Útkoman er oft rosaleg. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Er barnið þitt farið að taka upp á því að klippa á sér hárið sjálft? Eða jafnvel búið að taka rakvél föðursins upp á sína arma og komið með sömu greiðslu og pabbinn? Skalla í miðjunni?

Mörg börn ganga í gegnum þetta tímabil. Þó þau ætli sér ekki að láta klippinguna enda illa sitja þau sum hver með sárt ennið, búin að klippa sig þannig að þeim líkar jafnvel ekki sjálf við eigin greiðslu. 

Það er forvitnilegt að skoða hvað kemur út úr svona uppátækjum hjá börnum. Eins er gott fyrir foreldra barna sem eru að upplifa þetta tímabil að muna: Þetta gengur yfir. Það fara mörg börn í gegnum þetta tímabil. Þið eruð ekki ein!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert