Glímir við neikvæða líkamsímynd eftir meðgönguna

Love Island-stjörnuparið Molly-Mae Hague og Tommy Fury ásamt dóttur sinni, …
Love Island-stjörnuparið Molly-Mae Hague og Tommy Fury ásamt dóttur sinni, Bambi. Skjáskot/Instagram

Love Island-stjörnuparið Molly-Mae Hauge og Tommy Fury tóku á móti sínu fyrsta barni saman í janúar síðastliðnum, dótturinni Bambi. Hague hefur glímt við mikið óöryggi og neikvæða líkamsímynd eftir fæðingu Bambi og segist ekki hafa sjálfstraust til að klæðast bikiníi lengur.

Hauge hefur talað opinskátt um þá erfiðleika sem hún hefur upplifað bæði á og eftir meðgöngu dóttur sinnar. Hún hefur áður sagt að hún eigi erfitt með að sætta sig við nýja líkamann, en í nýlegu myndskeiði á YouTube-rás Hauge segir hún sjálfstraust sitt fara dvínandi. 

Í myndskeiðinu gaf Hague fylgjendum sínum innsýn í ferðalag hennar, Fury og Bambi til Barbados þar sem þau fóru í brúðkaup. Hún ræddi um líkamsímynd sína þegar hún var í sólbaði á sundlaugarbakkanum.

„Ég er í sundbol ... bikiní eru ekki fyrir mig akkúrat núna því ég hef ekki sjálfstraustið. Ég hafði ekki einu sinni sjálfstraust fyrir bikiní áður en ég eignaðist barn,“ útskýrði Hague.

„Mér finnst í raun og veru eins og að með tímanum sé sjálfstraust mitt þegar kemur að líkama mínum í raun vera að versna,“ bætti hún við. „Mig langar og ég vil koma hingað og segja að ég sé sjálfsörugg og líði vel en það er bara ekki þannig á þessari stundu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert