Ófrísk eftir að hafa reynt í þrjú ár

Kourtney Kardashian og Travis Barker eiga von á sínu fyrsta …
Kourtney Kardashian og Travis Barker eiga von á sínu fyrsta barni saman. AFP

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Travis Barker. Kardashian er 44 ára og á fyrir þrjú börn með fyrrverandi sambýlismanni sínum, en Barker er 47 ára og á fyrir tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni. 

Um helgina birti Kardashian myndskeið af sér á tónleikum Barker, en þar heldur hún á stóru skilti með áletruninni: „Travis ég er ófrísk“.

Ákváðu snemma að láta reyna á barneignir

Kardashian og Barker byrjuðu saman árið 2020, en eftir nokkra mánuði saman ákváðu þau að láta reyna á barneignir. Þau trúlofuðu sig í október árið 2021 eftir rúmlega tíu mánaða samband og gengu í hjónaband í Portofino á Suður-Ítalíu í maí 2022 við glæsilega athöfn. 

Hjónin hafa talað opinskátt um þá erfiðleika sem þau hafa upplifað, en þau höfðu reynt að eignast barn með hjálp tæknifrjóvgunar og hafði ferlið slæm áhrif á heilsu Kardashian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert