10 ára með rándýran jólagjafalista

Svakalegur jólagjafalisti!
Svakalegur jólagjafalisti! Samsett mynd

Á dögunum birti Keya James myndband af óraunhæfum og ofur dýrum jólagjafalista tíu ára gamallar dóttur sinnar á TikTok. Myndbandið hefur vakið mikla athygli og þegar hafa yfir 10,2 milljónir horft á það.

Efst á listanum er glænýr iPhone 15 sem kostar frá 799 - 1.599 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 111 þúsund - 223 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Næst á listanum var heldur viðráðanlegri gjöf, Ugg Tasman inniskór sem kosta 90 bandaríkjadali eða um 12.500 krónur. 

Á listanum voru einnig hálsmen frá Kendra Scott sem kostar 52 bandaríkjadali eða 7.260 þúsund krónur, par af Nike Dunk Lows sem kosta 160 bandaríkjadali eða rúmlega 22 þúsund krónur og gjafakort á Starbucks, Sephora og Lululemon. Hún bað einnig um að fá pening í gjöf, en á listanum stóð einfaldlega „a lot of money“ eða „mikill peningur“.

Polaroid-myndavél sem kostar um 80 bandaríkjadali eða rúmar 11 þúsund krónur, Aviator Nation galli sem kostar 320 bandaríkjadali eða um 32 þúsund krónur, og broskalla inniskór prýddu einnig óskalistann. Þar var hins vegar líka par af strigaskóm frá Dior sem kosta 850 bandaríkjadali, eða rúmlega 118 þúsund krónur.

@keyajames

Reading my 10 year old daughter’s christmas list because she thinks im rich

♬ original sound - Keya James
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert