Svava gaf dótturinni nafn

Svava Kristín Grétarsdóttir gaf dóttur sinni nafn um helgina.
Svava Kristín Grétarsdóttir gaf dóttur sinni nafn um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

Íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir gaf dóttur sinni nafn um helgina. Stúlkan er fyrsta barn Svövu og kom í heiminn 14. janúar síðastliðinn. 

Svava tilkynnti nafnið í færslu á Instagram þar sem hún birti fallega mynd af dóttur sinni sem fékk nafnið Andrea Kristný. Á myndinni liggur Andrea á poka með lógói verslunarinnar Andrea by Andrea sem er í eigu nöfnu hennar, Andreu Magnúsdóttur fatahönnuðar. 

View this post on Instagram

A post shared by Svava Gretars (@sgretars)

„Ég vissi það alltaf að ég vildi verða móðir“

Í júlí síðastliðnum greindi Svava frá því á Facebook-síðu sinni að hún ætti von á barni. Í færslunni sagði hún frá því að hún væri einhleyp og hafi notað tæknina til þess að láta drauminn um móðurhlutverkið rætast. 

Svava sagði frá ferlinu í einlægu viðtali á mbl.is í október, en þar sagðist hún alla tíð hafa haft sterka þrá í móðurhlutverkið. 

„Ég var mjög ung byrjuð að öf­unda stelp­ur í kring­um mig sem áttu orðið börn og hef alltaf séð mig fyr­ir mér með barn. Þegar að ég var orðin 25 ára ákvað ég að ég myndi eign­ast barn ein ef ég yrði ekki í sam­bandi á næstu árum, sem síðan varð raun­in. Það að ákveða að gera þetta ein var ekki erfið ákvörðun en að hefja ferlið form­lega reynd­ist mér aðeins erfiðara. Ástæðan var sú að mér fannst ég vera að taka mig af markaðnum of lengi og mögu­lega of snemma. „Hvað ef að ég hitti ein­hvern núna á næstu mánuðum?“ var spurn­ing sem ég spurði mig alltaf að. Enn ég vissi það alltaf að ég vildi verða móðir, hvernig sem að ég færi að því,“ sagði Svava Krist­ín í viðtalinu um draum­inn að verða móðir. 

Fjölskylduvefurinn óskar Svövu til hamingju með nafnið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert