Michael Jackson vill byggja geimstöð á tunglinu

Michael Jackson verður að fara að safna peningum, ætli hann …
Michael Jackson verður að fara að safna peningum, ætli hann komast til tunglsins. AP

Michael Jackson hefur upplýst um áform sín um að fara til tunglsins. Fjölmiðlar hafa velt því fyrir sér að undanförnu hvort Jackson hafi ekki hug á því að fara til tunglsins og þegar hann var spurður að þessu í viðtali nýverið sagði hann að orðrómurinn væri ekki alveg úr lausu lofti gripinn. Meira vildi hann ekki segja um málið.

Hugmyndin virðist hafa komið í kjölfar tilrauna Lance Bass, í hljómsveitinni *N Sync's Lance Bass, sem reyndi án árangurs að afla sér fé til að fara með rússneskum geimförum til tunglsins.

Þá hafa sögusagnir gengið um það að Jackson, sem er 43 ára, hyggist byggja geimstöð á tunglinu. Náinn vinur hans, Uri Geller, sem sagt er að vinni með Jackson að hugmyndinni, sagði nýverið að hann hefði nýlega rætt við háttsetta verkfræðinga hjá geimstofnun varðandi áform um að fjármagna, með þátttöku vellauðugs fólks í Bandaríkjunum, geimstöð á tunglinu.

Geller hefur viðurkennt að hafa ekki tekið Jackson alvarlega þegar hann færði þetta fyrst í tal við hann. Geller segist sannfærður um að Jackson takist ætlunarverk sitt.

Ekki er þó útlit fyrir að Geller hafi rétt fyrir sér því fregnir eru um að poppgoðið sé í verulegum fjárhagskröggum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson