Hafið fékk átta Edduverðlaun

Baltasar Kormákur tekur við Eddunni fyrir bestu kvikmynd ársins. Alls …
Baltasar Kormákur tekur við Eddunni fyrir bestu kvikmynd ársins. Alls fékk Hafið átta Edduverðlaun. mbl.is/Jim Smart

Kvikmyndin Hafið hreppti átta Edduverðlaun á uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar í kvöld og vann í öllum þeim flokkum sem tengdust leiknum kvikmyndum nema einum. Hafið var m.a. valin besta myndin og framlag Íslendinga til Óskarsverðlauna, Baltasar Kormákur var valinn besti leikstjórinn, Elva Ósk Ólafsdóttir var valin besta leikkonan í aðalhlutverki, Gunnar Eyjólfsson besti karlleikarinn í aðalhlutverki, Herdís Þorvaldsdóttir var valin besta leikkonan í aukahlutverki og Sigurður Skúlason besti karlleikarinn í aukahlutverki.

Dorrit Moussaieff og Arnar Jónsson afhentu verðlaun fyrir kvikmynd ársins. Baltasar Kormákur sagði, þegar hann tók við verðlaununum að hann tileinkaði verðlaunin Þjóðleikhúsinu því án leikhússins væri kvikmyndagerðin fátækari. Hann sagðist hafa haft af því ómælda ánægju að sjá hvern stórleikarann á fætur öðrum, sem starfað hefðu í leikhúsinu, taka við Edduverðlaunum.

Gunnar Eyjólfsson var staddur í Bled í Slóveníu með íslenska skáklandsliðinu og tók við verðlaununum gegnum farsíma Baltasars Kormáks.

Áramótaskaup Sjónvarpsins var valið besta leikna sjónvarpsverkið, Í skóm drekans var valin besta heimildarmyndin, Af fingrum fram var valinn besti sjónvarpsþátturinn, Sverrir Sverrisson var valinn besti sjónvarpsmaðurinn í kosningum á mbl.is, Árni Snævarr besti sjónvarpsfréttamaðurinn. Þá afhenti Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra Magnúsi Magnússyni sjónvarpsmanni heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.

Á áttunda hundrað manns hafði atkvæðisrétt í ÍKSA og vógu 70% í kosningunni en kjör almennings á mbl.is vó 30%.

Verðlaunahafarnir voru eftirtaldir:

 • Bíómynd ársins
  Hafið
  Leikstjóri: Baltasar Kormákur.
  Handrit: Baltasar Kormákur og Ólafur Haukur Símonarson. Framleiðandi: Sögn ehf./Blueeyes Productions.
 • Leikstjóri ársins
  Baltasar Kormákur fyrir Hafið.
 • Leikkona ársins í aðalhlutverki
  Elva Ósk Ólafsdóttir í Hafinu.
 • Karlleikari ársins í aðalhlutverki
  Gunnar Eyjólfsson í Hafinu.
 • Leikkona ársins í aukahlutverki
  Herdís Þorvaldsdóttir í Hafinu.
 • Karlleikari ársins í aukahlutverki
  Sigurður Skúlason í Hafinu og Gemsum.
 • Handrit ársins
  Baltasar Kormákur og Ólafur Haukur Símonarson fyrir Hafið
 • Sjónvarpsþáttur ársins
  Af fingrum fram
  Umsjón: Jón Ólafsson. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson og Jón Ólafsson. Framleiðandi: Sjónvarpið.
 • Útlit myndar
  Gunnar Karlsson fyrir listræna stjórnun á Litlu lirfunni ljótu.
 • Fagverðlaun ársins - hljóð og mynd
  Valdís Óskarsdóttir fyrir klippingu á Hafinu.
 • Leikið sjónvarpsverk ársins
  Áramótaskaup RÚV 2001
  Framleiðandi: Sjónvarpið. Handrit: Hallgrímur Helgason, Hjálmar Hjálmarsson og Óskar Jónasson.Leikstjóri: Óskar Jónasson.
 • Heimildarmynd ársins
  Í skóm drekans
  Stjórnandi: Árni og Hrönn Sveinsbörn. Handrit: Árni og Hrönn Sveinsbörn. Framleiðandi: Tuttugu geitur, Böðvar Bjarki Pétursson.
 • Stuttmynd ársins
  Litla lirfan ljóta
  Leikstjóri: Gunnar Karlsson. Handrit: Friðrik Erlingsson. Framleiðandi: CAOZ hf.
 • Tónlistarmyndband ársins
  Á nýjum stað (Sálin hans Jóns míns)
  Leikstjórar: Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson. Framleiðandi: Hugsjón kvikmyndagerð.
 • Fréttamaður ársins
  Árni Snævarr Stöð 2.
 • Sjónvarpsmaður ársins
  Sverrir Sverrisson á Popp Tíví
 • Heiðursverðlaun ÍKSA
  Magnús Magnússon
Gunnar Eyjólfsson í Hafinu.
Gunnar Eyjólfsson í Hafinu.
Elva Ósk Óskarsdóttir í Hafinu.
Elva Ósk Óskarsdóttir í Hafinu.
Herdís Þorvaldsdóttir í Hafinu.
Herdís Þorvaldsdóttir í Hafinu.
Sigurður Skúlason í Hafinu.
Sigurður Skúlason í Hafinu.
Þátturinn Af fingrum fram, sem Jón Ólafsson stjórnar, var valinn …
Þátturinn Af fingrum fram, sem Jón Ólafsson stjórnar, var valinn sjónvarpsþáttur ársins.
Sverrir Sverrisson á Popp Tíví, sem m.a. gekk hringinn í …
Sverrir Sverrisson á Popp Tíví, sem m.a. gekk hringinn í kringum landið í sumar, var valinn sjónvarpsmaður ársins.
Elva Ósk Ólafsdóttir með Edduna sem hún hlaut fyrir leik …
Elva Ósk Ólafsdóttir með Edduna sem hún hlaut fyrir leik sinn í Hafinu. mbl.is/Jim Smart
Magnús Magnússon fékk heiðursverðlaun ÍKSA.
Magnús Magnússon fékk heiðursverðlaun ÍKSA. mbl.is/Jim Smart
Herdís Þorvaldsdóttir fékk Eddu fyrir bestan leik í aukahlutverki.
Herdís Þorvaldsdóttir fékk Eddu fyrir bestan leik í aukahlutverki. mbl.is/Jim Smart
Systkinin Árni og Hrönn Sveinsbörn taka við Eddunni fyrir bestu …
Systkinin Árni og Hrönn Sveinsbörn taka við Eddunni fyrir bestu heimildarmyndina. mbl.is/Jim Smart
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að reyna að hvíla þig eitthvað í dag, því þú hefur satt að segja gengið ansi nærri þér. Einhver gæti komið með áhugaverða uppástungu að stuttu ferðalagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að reyna að hvíla þig eitthvað í dag, því þú hefur satt að segja gengið ansi nærri þér. Einhver gæti komið með áhugaverða uppástungu að stuttu ferðalagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler