Chris Martin handtekinn í Ástralíu

Martin hylur andlit sitt þegar hann yfirgefur hótel sitt í …
Martin hylur andlit sitt þegar hann yfirgefur hótel sitt í Byron Bay. AP

Chris Martin, söngvari ensku hljómsveitarinnar Coldplay, var handtekinn í Ástralíu eftir að hafa ráðist á bíl ljósmyndara. Var Martin sakaður um að hafa brotið glugga á jeppa ljósmyndarans sem tók myndir af tónlistarmanninum þegar hann var að reyna sig við brimbrettareið í Byron Bay. Sætir Martin nú ákæru og skaðabótakröfu.

Martin var á Sjömílnaströnd við Byronflóa þegar hann sá ljósmyndarann John Lester taka af sér myndir. Martin reiddist og krafðist þess að Lester hætti. Þegar ljósmyndarinn neitaði er Martin sagður hafa gripið stein og brotið rúður á bílnum og síðan hleypt lofti úr hjólbörðunum.

Haft er eftir Lester að Martin hafi algerlega misst stjórn á skapi sínu. „Ég sagði að ég væri í fullum rétti að taka myndir af honum á opinberri baðströnd en hann sætti sig ekki við það," sagði Lester sem leitaði til lögreglunnar eftir atvikið.

Martin er staddur í Ástralíu ásamt kvikmyndaleikkonunni Gwyneth Paltrow. Paltrow var ekki með Martin á ströndinni en lögregla handtók Martin á hótelherbergi þeirra. Hann viðurkenndi sök sína.

Coldplay er á tónleikaferðalagi í Ástralíu og hélt m.a. tónleika í Byron Bay þar sem um 12 þúsund manns mættu. Coldplay fer síðan til Nýja-Sjálands.

Þau Martin og Paltrow hafa reynt að halda einkalífi sínu frá fjölmiðlum. Fyrir nokkrum vikum voru þau á veitingahúsi ásamt tískuhönnuðinum Stellu McCartney þegar ljósmyndarar birtust. Martin er sagður hafa hrópað að þeim: „Gefið mér líf mitt aftur. Ég vil eignast líf mitt aftur!"

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjárhagsleg velgengni er í nánd. Áætlun þín mun skila sér vel og skapa öryggi til framtíðar. Haltu áfram að sýna þolinmæði og úthald.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjárhagsleg velgengni er í nánd. Áætlun þín mun skila sér vel og skapa öryggi til framtíðar. Haltu áfram að sýna þolinmæði og úthald.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Loka