Grétar Rafn væntanlega áfram með ÍA

*GRÉTAR Rafn Steinsson miðjumaðurinn efnilegi í bikarmeistaraliði Skagamanna hefur gert samkomulag við ÍA að hann muni leika með áfram með liðinu svo framarlega sem spilar hér á landi á næstu leiktíð. Samningur Grétars við rennur út um áramótin og hafa hollensku liðin Waalvijk og Breda sýnt honum áhuga.

*HEIÐAR Helguson kemur væntanlega inn í byrjunarlið Watford á nýjan leik þegar liðið sækir Sheffield United heim í ensku 1. deildinni. Heiðar, sem nýstiginn er upp úr erfiðum meiðslum, kom inn á sem varamaður í leik Watford gegn Nottingham Forest um síðustu helgi en þar sem Danny Webber er meiddur tekur Heiðar líklega stöðu hans.

*RONALD Koeman verður þjálfari hollenska liðsins Ajax til ársins 2006 þrátt fyrir að þátttöku liðsins í Evrópukeppninni hafi lokið í vikunni þegar það beið lægri hlut fyrir Club Brugge og hafnaði þar með í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni. Forráðamenn Ajax hafa náð samkomulagi við Koeman um að hann haldi áfram starfi sínu en Koeman hefur verið við stjórnvölinn undanfarin þrjú ár.

*GIOVANNI Trappatoni, landsliðsþjálfari, Ítala er efstur á óskalista Dieter Höness, forseta þýska knattspyrnuliðsins Herthu Berlin, um að taka við þjálfun liðsins á næstu leiktíð. Huub Stevens var rekinn úr starfi þjálfara hjá Herthu á dögunum og Andreas Thom ráðinn tímabundið fyrir hann.

*TRAPPATONI er sigursæll þjálfari. Hann hefur unnið tvöfalt bæði á Ítalíu og Þýskalandi og lið undir hans stjórn hafa hampað Evrópumeistaratitlinum þremur.

*LEEDS hefur hafnað beiðni Stoke City um að endurnýja lánssamninginn við Frazer Richardson. Eddie Gray, stjóri Leeds, vill fá leikmanninn til baka en Richardson skoraði sigurmark Stoke á móti West Ham í vikunni.

*BANDARÍSKA tennisstjarnan Serena Williams hefur skrifað undir auglýsingasamning við íþróttavöruframleiðandann Nike sem sagður er færa henni allt að 40 milljónir dala, um 3 milljarða króna, á næstu fimm árum. Að sögn bandarískra fjölmiðla er gert ráð fyrir að hægt sé að framlengja samninginn um 3 ár. Er þetta umfangsmesti auglýsingasamningur sem íþróttakona hefur gert.

*KIM Kallström ein bjartasta von Svía á knattspyrnuvellinum og lykilmaður í meistaraliði Djurgården gekk í gær til liðs við franska liðið Rennes. Kallström er 21 árs gamall miðjumaður sem á fast sæti í sænska landsliðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson