Kvikmyndaleikarinn Jason Biggs kominn til landsins

Jason Biggs.
Jason Biggs.

Kvikmyndaleikarinn Jason Biggs, sem flestir þekkja úr unglingamyndunum vinsælu American Pie, er kominn til landsins til að leika í kvikmynd sem tekin verður upp að Gufuskálum á Snæfellsnesi. Tökur hefjast á mánudaginn kemur, að því er fram kemur á vef Snæfellsbæjar. Búist er við hátt í 200 manns á fyrsta degi myndatöku í ýmis hlutverk. Verið er að breyta svæðinu öllu í grænlenska herstöð, t.d. hafa smiðir af svæðinu unnið hörðum höndum við að byggja bragga og annað tilfallandi.

Myndin ber nafnið Guy X og er byggð á bók sem heitir No One Thinks of Greenland eftir John Grismeyer og fjallar um bandarískan hermann sem sendur er á fjarlæga herstöð á ótilgreindum köldum stað.

Myndin er bresk-kanadísk-íslenskt samstarfsverkefni en gert er ráð fyrir að stærstur hluti hennar verði tekin hér á landi, nánar tiltekið á Snæfellsnesi. Leikstjóri er Skotinn Saul Metzstein en íslenskt kvikmyndagerðarfólk og leikarar munu einnig koma að gerð hennar.

Jason Biggs er þekktastur fyrir leik sinn í myndunum American Wedding, Saving Silverman, American Pie og American Pie 2 og Boys and Girls.

Braggarnir að Gufuskálum og umhverfið þar sem kvikmyndin verður tekin …
Braggarnir að Gufuskálum og umhverfið þar sem kvikmyndin verður tekin upp að mestu. mbl.is/sbr.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viljirðu búa við áframhaldandi velgengni máttu í engu slaka á. Vertu raunsær og sanngjarn um leið. Láttu það eftir þér að daðra svolítið og sjá skemmtilegu hliðarnar á hlutunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viljirðu búa við áframhaldandi velgengni máttu í engu slaka á. Vertu raunsær og sanngjarn um leið. Láttu það eftir þér að daðra svolítið og sjá skemmtilegu hliðarnar á hlutunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar