Liðsmenn Keane aðdáendur Nágranna

Hljómsveitin Keane.
Hljómsveitin Keane.

Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Keane eru miklir aðdáendur áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna og gerðu sér ferð til þess að skoða upptökuverið í Melbourne þar sem framleiðsla þáttanna fer fram. Tom Chaplain söngvari Keane segir að einföld sviðsmyndin hafi komið sér og öðrum liðsmönnum hljómsveitarinnar á óvart, meðal annars sviðsmynd kaffihússins og barsins, sem var við nánari skoðun ekkert annað en framhlið.

Keane, sem er væntanleg til tónleikahalds í Reykjavík á komandi mánuðum, hefur að undanförnu haldið tónleika í Ástralíu þar sem hljómsveitin hefur kynnt efni af breiðskífunni Hopes And Fears.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að komast hjá því að verkefnaskrá þín lengist í dag. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að komast hjá því að verkefnaskrá þín lengist í dag. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti.