Klósett Lúters fundið

Fornleifafræðingar í Þýskalandi segja að þeir hafi hugsanlega fundið salernið sem Marteinn Lúter var inni á þegar hann hóf siðbót kristinnar kirkju á 16. öld, að því er BBC greinir frá. Um er að ræða steinlagt herbergi en það fannst í viðbyggingu við hús Lúters í Wittenberg, sem nýlega var grafin upp.

Haft var eftir Lúter að hann hefði verið „á salerninu“ þegar þeirri hugmynd laust niður í hann að sáluhjálp byggðist á trúrækni, ekki því að vinna góðverk.

Lúter þjáðist af hægðatregðu og eyddi mörgum stundum í þungum þönkum á salerninu. Það var byggt á árunum 1516-1517, að sögn Martin Treu, guðfræðings sem sérhæfir sig í Lúter og hefur aðsetur í Wittenberg.

„Það sem við fundum hér er mjög sérstakt,“ sagði hann í samtali við BBC, og bætti við að flestar byggingar sem varðveittar hefðu verið frá þessum tíma hefðu gegnt veigameira hlutverki.

Klósettið er í skoti herbergis, sem fannst við uppgröft garðs við hús Lúters.

Treu segir lítinn vafa leika á því að Lúter hafi notað klósettið.

Siðaskiptin, sem leiddu til stofnunar mótmælendakirkna í Evrópu, eru venjulega sögð hafa hafist í október árið 1517.

Lúter var ófeiminn að tjá sig um hægðatregðu sína. Þrátt fyrir að nokkuð liggi fyrir af upplýsingum um hana eru nokkrar staðreyndir enn á huldu - til að mynda hvað hann hafi notað í stað salernispappírs. „Við vitum ekki enn hvað fólk notaði í þá daga. Pappír var of dýr á þessum tíma og í raun alls ekki nógu mjúkur,“ bætti hann við.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér svo tíma til að vera með því fólki sem skiptir þig öllu máli. Hvernig var með heilsuátakið? Það er aldrei of seint að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér svo tíma til að vera með því fólki sem skiptir þig öllu máli. Hvernig var með heilsuátakið? Það er aldrei of seint að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi
Loka