Anna prinsessa veitti mannræningjanum mótspyrnu

Anna prinsessa ræðir við blaðamanninn Brian McConnell á sjúkrahúsi en …
Anna prinsessa ræðir við blaðamanninn Brian McConnell á sjúkrahúsi en hann særðist er tilraun var gerð til að ræna prinsessunni í London 1974. ap

Anna Bretaprinsessa veitti manni mótspyrnu sem reyndi að ræna henni árið 1974 og sagði honum að „andskoti ólíklegt“ væri að áform hans myndu ganga upp, samkvæmt skjölum sem leynd hefur létt af í Bretlandi í dag.

Ian Ball, 26 ára maður sem haldinn var geðrænum vanda, réðst að bifreið Önnu í götunni Mall í London að nóttu til í mars árið 1974.

Hann krafðist þess að hún „kæmi með sér í einn dag eða tvo“ því hann þyrfti á tveimur milljónum punda að halda. Anna sýndi manninum mótspyrnu, sýnir leyniskjalið, og sagðist engar tvær milljónir punda hafa á sér.

Skýrslan, sem leynd hefur verið létt af, var skrifuð fyrir Harold Wilson þáverandi forsætisráðherra. Þar kemur fram að hið eina sem kom í veg fyrir að prinsessan hafi kýlt Ball var ótti hennar um að hann myndi skjóta hana, en hann var vopnaður. „Þetta var allt svo gremjulegt; ég sagði við sjálfa mig að ég vildi ekki fara út úr bílnum og ég ætlaði mér ekki út úr honum. Ég missti næstum því stjórn á skapi mínu, en ég var viss um að ef það gerðist hefði ég rennt mér í hann og kýlt hann og hann skotið mig,“ segir Anna prinsessa í skjalinu.

Ball greip til byssunnar og særði tvo lögregluþjóna, bílstjóra Önnu og blaðamann sem á eftir kom í leigubíl. Hann var yfirbugaður að lokum er lögreglumaður fleygði sér á hann og felldi.

Ball var síðan dæmdur fyrir tilraun til morðs og mannráns og dæmdur til ævilangrar vistar á geðveikrahæli.

Wilson fannst skýrslan reifarakennd

Wilson forsætisráðherra skrifaði athugasemd frá eigin brjósti efst á skýrsluna með grænum penna, en þar stendur: „Býsna góð saga. Leitt að hirðin getur ekki birt hana. Kannski verður af því við réttarhöldin. HW“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren