Tónlist Christinu Aguilera notuð til að pynta fanga í Guantanamo

Christina Aguilera.
Christina Aguilera. AP

Slæmur aðbúnaður fanga í Guantanamo á Kúbu, þar sem Bandaríkjamenn hafa í haldi meinta hryðjuverkamenn, hefur sætt gagnrýni víða um heim. Mörg hundruð íslamstrúarmanna mótmæltu notkun Kóransins við yfirheyrslur í síðasta mánuði og margir hafa látist í mótmælaöldum í Afganistan og Pakistan. Danska dagblaðið Politiken greinir frá því í dag að margar aðferðir hafi verið notaðar við yfirheyrslur fanga. Meðal annars hafi þeir verið látnir hlusta á tónlist bandarísku söngkonunnar Christinu Aguilera.

Í blaðinu kemur fram að fangi, sem sleppt hafi verið úr fangabúðum, hafi greint frá yfirheyrsluaðferðunum. Segir hann að yfirheyrslurnar hafi oft byrjað klukkan fjögur að nóttu til og staðið yfir langt fram undir morgun. Í öðrum tilvikum hafi yfirheyrslurnar byrjað um miðnætti.

Maðurinn segir að ýmsar aðferðir séu notaðar til að vekja fangana. Í sumum tilfellum hafi verið hellt yfir þá úr fötu með köldu vatni en í öðrum tilvikum hafi þeir verið vaktir með tónlist. Ekki hafi þó verið um að ræða róandi fiðlutóna heldur tónlist bandarísku tónlistarkonunnar Christinu Aguilera, sem spiluð er á fullum styrk. Engum sögum fer hins vegar af því hvort söngur Aguilera kom að gagni sem pyntingaraðferð.

Politiken

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.