Olsen-bræður og ICY í Höllinni

Olsenbræður.
Olsenbræður.

Það má með sanni segja að þema kvöldsins hafi verið tekið alla leið á árshátíð Kaupþings sem fram fór á laugardagskvöldið. Þemað var Evróvisjón og kom hver Evróvisjón-farinn á fætur öðrum fram og skemmti þeim tæplega 2.000 manns sem samankomnir voru í Laugardalshöllinni.

Fyrstur á svið steig sjálfur Eiki Hauks – rauðhærður að því er gestum sýndist – og tók „Valentine Lost" við mikinn fögnuð viðstaddra. Selma var næst á sviðið og söng „If I had your love" en síðar um kvöldið flutti hún svo að sjálfsögðu „All Out of Luck". Páll Óskar kom næstur með „Minn hinsti dans".

Allt brjálað

Það varð svo uppi fótur og fit þegar sjálfir Olsen-bræður mættu með sigurlag sitt frá 2000, „Fly on the Wings of Love", sem þeir tóku einnig í dönsku útgáfunni ásamt því að syngja nokkur önnur lög.

Það ætlaði hins vegar fyrst allt um koll að keyra þegar ICY-tríóið, með þeim Eiríki Haukssyni, Pálma Gunnarssyni og Helgu Möller, flutti hinn eina sanna „Gleðibanka" frá 1986. Var mál manna að Eiki Hauks væri ekki sá eini af þremenningunum sem ætti erindi í keppnina eftir öll þessi ár.

Margfaldir Evróvisjón-kynnar, Sigmar Guðmundsson og Logi Bergmann Eiðsson, kynntu atriði kvöldsins til sögunnar og Páll Óskar spilaði Evróvisjón-lög fram eftir nóttu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant