Hálfvitaleg plata

Húsvíska stórhljómsveitin Ljótu hálfvitarnir hefur gefið út sína fyrstu plötu, sem er samnefnd sveitinni. Meðlimir eru alls níu, og spila á ýmis hljóðfæri, allt frá balalaíku til járnprófíla, auk þess að syngja hástöfum.

Haft er eftir einum sveitarmanni, Snæbirni Ragnarssyni, í Morgunblaðinu í dag, að allir meðlimir sveitarinnar eigi rætur að rekja til Húsavíkur og nágrennis, þótt allir búi þeir nú á höfuðborgarsvæðinu.

Aldursbreidd er mikil í sveitinni, en elstu menn eru um fertugt en sá yngsti 22 ára.

„Þetta er ákveðinn þverskurður af hljómsveitarlífi Húsavíkur frá 1985. Elstu menn eru um fertugt og en sá yngsti er aðeins 22 ára og var að skríða í heiminn þegar elstu lög sveitarinnar voru samin, þótt sveitin sjálf sé mun yngri,“ segir Snæbjörn.

www.ljotuhalfvitarnir.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viljirðu búa við áframhaldandi velgengni máttu í engu slaka á. Vertu raunsær og sanngjarn um leið. Láttu það eftir þér að daðra svolítið og sjá skemmtilegu hliðarnar á hlutunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viljirðu búa við áframhaldandi velgengni máttu í engu slaka á. Vertu raunsær og sanngjarn um leið. Láttu það eftir þér að daðra svolítið og sjá skemmtilegu hliðarnar á hlutunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar