Segir Britney hafa misst meydóminn 14 ára

Britney Spears.
Britney Spears. AP

Fyrrverandi samstarfsmaður Britneyjar Spears fullyrðir í grein í tímaritinu <i>US Weekly</i> að hún hafi misst meydóminn þegar hún var 14 ára. Segir hann að ímynd Britneyjar sem hreinnar meyjar  hafi verið búin til í auglýsingaskyni, en sannleikurinn væri sá, að hún hafi verið farin að stunda kynlíf áður en hún varð fræg söngkona.

Það er Eric Ervin, sem var samstarfsmaður Britneyjar í byrjun ferils hennar, sem fullyrðir þetta í tímaritinu. Segir hann að hún hafi átt í ástarsambandi við Reg nokkurn Jones, sem hafi verið vinur hennar er þau voru börn.

Þá fullyrðir Ervin ennfremur að samband Britneyjar og Justins Timberlakes hafi verið náið strax í upphafi, þótt hún hafi haldið öðru fram í fjölmiðlum.

Við þetta má svo bæta, að fregnir herma að komið sé á daginn að föðuramma Britneyjar, Emma Jean Spears, hafi framið sjálfsmorð 1966, þegar hún var aðeins 31 árs. Emma var haldin þunglyndi og skaut sig við gröf barnungs sonar síns, sem dó 1958, aðeins þriggja daga gamall.

mbl.is

Bloggað um fréttina

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.