París móðgaði tvo strumpa

París í Berlín í síðustu viku.
París í Berlín í síðustu viku. AP

Parísi Hilton tókst að móðga tvo strumpa stórlega með því að spyrja hvort hún mætti taka þá með sér heim - en strumparnir voru í rauninni tveir dvergvaxnir, rússneskir leikarar. Sendi annar þeirra Parísi tóninn svo um munaði.

París var á jólamarkaði í Berlín þar sem strumparnir voru að auglýsa nýtt strumpasælgæti frá Haribo. Heimildamaður segir svo frá:

„Þegar París sá þá tvo á sælgætispallinum æpti hún upp yfir sig: Vá! Alvöru strumpar! Mig langaði alltaf í svoleiðis þegar ég var lítil. Svo sneri hún sér að samferðamanni sínum og spurði: Má ég fara með þá heim? Ég vissi ekki að þeir væru héðan.

París á dágott safn gæludýra, þ.á m. hunda, merði, kanínur og ketti. Rússnesku leikurunum var nóg boðið þegar hún fór að tala við þá eins og smábörn.

„Hún beygði sig niður að þeim og fór að tala við þá með smábarnarödd. Leikurunum þótti lítið til koma. Annar þeirra missti algjörlega stjórn á sér og sagði henni afdráttarlaust að hann væri fullorðinn maður og að framkoma hennar væri lítillækkandi,“ sagði heimildamaður breska blaðsins Daily Star.

Þrátt fyrir reiðilestur leikarans virtist París - sem er 26 ára - enn ekki hafa áttað sig á því að hún hefði móðgað Rússana tvo, og ætlar hún að ráða leikara til að koma fram sem strumpar í næstu afmælisveislu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert sérlega tilfinninganæm/ur í dag og átt því á hættu að missa einbeitinguna og hæfileikann til að leggja hlutlaust mat á hlutina.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert sérlega tilfinninganæm/ur í dag og átt því á hættu að missa einbeitinguna og hæfileikann til að leggja hlutlaust mat á hlutina.