Tekur þátt í keppni netgallerís Saatchi

Listaverk Söndru Maríu Sigurðardóttur, sem hún sendi inn í keppnina …
Listaverk Söndru Maríu Sigurðardóttur, sem hún sendi inn í keppnina á netgalleríi Saatchi. Sandra María Sigurðardóttir

Um þessar mundir stendur vefsíða Saatchi gallerísins í London fyrir keppninni Showdown, þar sem listamenn geta sent inn myndir af verkum sínum.  Notendur kjósa sigurvegarann sem fær listaverk sitt sýnt í nýju Saatchi galleríi sem opnað verður í Chelsea í London í vor.

Myndlistarkonan Sandra María Sigurðardóttir tekur þátt í keppninni.  „Þeir fundu verkin mín á netinu og mér var boðið að fá vefsíðu inni á netgallerí Saatchi," segir Sandra.  Hún segir vefsíðuna sniðuga fyrir listamenn sem vilja koma verkum sínum á framfæri þar sem netgalleríið er opið öllum.  “Þarna get ég kynnt listaverkin mín og einnig selt þau þar sem á vefsíðunni er einnig sölugallerí," segir Sandra.

Keppninni er skipt niður í 12 umferðir en svo keppa sigurvegarar hverrar umferðar fyrir sig í lokakeppni og fer listaverk sigurvegara lokakeppninnar á sýningu í nýja Saatchi galleríinu.

Verk Söndru er hægt að sjá hér og hægt er að kjósa það á
tímabilinu 11.-18. febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og mun færa þér margan sigurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og mun færa þér margan sigurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir