Eurobandið fer til Serbíu

Regína Ósk og Friðrik Ómar fagna sigrinum.
Regína Ósk og Friðrik Ómar fagna sigrinum. mynd/Jón Svavarsson

Lag Örlygs Smára, This is my life , í flutningi Eurobandsins, bar sigur úr býtum í úrslitaþætti Laugardagslaganna, en úrslitin fóru fram í Smáralindinni í kvöld.

Lagið verður framlag Íslands í Söngvakeppni Evrópu sem fram fer í Belgrad í Serbíu 20., 22. og 24. maí 2008. Ísland tekur þátt í seinni undankeppninni 22. maí. 

Í öðru sæti var lag Barða Jóhannssonar,  Ho ho ho, we say hey hey hey, í flutningi Merzedes Club. 

Í þriðja sæti var lag Dr. Gunna, Hvar ertu nú, í flutningi, Dr. Spock. 

Rúmlega 100.000 tóku þátt í símakosningunni í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.