Hætt við tónleika vegna orða Bjarkar um Kosovo

Björk á tónleikum utan við óperuhúsið í Sydney.
Björk á tónleikum utan við óperuhúsið í Sydney. AP

Tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur sem halda átti í Serbíu í júlí hefur verið aflýst vegna orða sem hún lét falla á tónleikum í Tókýó. Á tónleikum sl. þriðjudag tileinkaði Björk íbúum Kosovo-héraðs lagið Declare Independence, Lýstu yfir sjálfstæði, og í kjölfarið hætti tónleikahaldari í Serbíu við að halda tónleika hennar í Novi Sad þar í landi.

Lagið Declare Independence er á síðustu breiðskífu Bjarkar, Volta, en það er tileinkað Færeyingum og Grænlendingum og í myndbandi við lagið klæðist Björk samfestingi með færeyska fánanum á annarri öxlinni en grænlenska fánanum á hinni. Á tónleikum sínum víða um heim hefur hún breytt tileinkuninni eftir því hvar hún er stödd, hún tileinkaði það til að mynda Böskum á tónleikum sínum í Bilbao á Spáni á síðasta ári.

Á tónleikum í Japan á þriðjudag og svo aftur í gær tileinkaði Björk íbúum Kosovo lagið, en Kosovo lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu sl. mánudag. Í samtali sagðist Björk hafa sungið „Kosovo, Kosovo“ í lok lagsins „og kannski hefur Serbi verið meðal tónleikagesta og hringt heim og þess vegna tónleikunum í Novi Sad verið aflýst“.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fjölluðu fjölmiðlar í Kosovo talsvert um orð Bjarkar eftir tónleikana á þriðjudagskvöldið. Á miðvikudag hafði tónleikahaldarinn í Serbíu svo samband við umboðsmann Bjarkar og skýrði frá því að vegna óvissuástands í landinu gæti hann ekki tryggt öryggi tónleikagesta og því yrði ekkert af tónleikunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes