Spitzer greiddi vændiskonu 300.000

Eliot Spitzer, fyrrverandi ríkisstjóri í New York, greiddi 22 ára vændiskonu, Ashley Alexandra Dupré, sem svarar 300.000 krónum fyrir eina nótt á  hóteli í Washington.

The New York Times hefur eftir Dupré: „Ég vil ekki að fólk líti á mig sem eitthvert skrímsli. Þetta hefur verið mjög erfiður tími. Þetta er flókið mál.“

Lögreglan hefur greint frá því að Durpé hafi hitt Spitzer á hóteli í Washington 13. febrúar, og hafi hann greitt henni 4.300 dollara fyrir.

Hún sagði við New York Times að hún hafi átt í erfiðleikum með að standa í skilum með leiguna, en hún býr í íbúð á Manhattan í nýlegu húsi þar sem mánaðarleiga fyrir litla stúdíóíbúð er um 3.500 dollarar á mánuði, eða sem svarar 240.000 krónum. 

Dupré kom fyrir rétt á mánudaginn var sem vitni í máli gegn fjórum mönnum sem sakaðir eru um að reka vændisþjónustu sem kallast Emperors Club VIP.

Á MySpace síðu Dupré kemur fram að hún hafi flust til New York frá New Jersey til að gerast söngkona. Hún heitir réttu nafni Ashley Youmans.

Dupré hefur ekki verið ákærð en hún hefur verið kvödd fyrir rannsóknarkviðdóm til að bera vitni.

Heimasíða Ashley Alexöndru Dupré

Ashley Alexandra Dupre.
Ashley Alexandra Dupre. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir