Gibson leikur í næstu mynd sinni

Mel Gibson.
Mel Gibson. AP

Mel Gibson stígur loksins fyrir framan myndavélina en hann hefur ekki leikið í mynd síðan árið 2003.

Gibson mun leika lögreglumann sem verður uppvís að spillingu innan lögreglunnar þegar hann rannsakar dauða dóttur sinnar í myndinni “Edge of Darkness” . Myndin er byggð á sjónvarpsseríu sem sjónvarpsstöðin BBC sýndi árið 1985.

Síðasta aðalhlutverk hjá Gibson var í myndinni “Signs” frá árinu 2002 og svo lék hann aukahlutverk í myndinni “The Singing Detective” árið 2003. Hann hefur þó ekki setið auðum höndum síðan en hann leikstýrði myndinni “The Passion of the Christ” árið 2004 og “Apocalypto” árið 2006.

Gibson komst í sviðsljósið skömmu áður en “Apocalypto” var frumsýnd þegar hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur. Við það tækifæri sagði hann að gyðingar “væru ábyrgir fyrir öllum stríðum sem háð hafa verin”. Hann baðst fljótt afsökunar á ummælum sínum. Hann fór skömmu síðar í áfengismeðferð og er sem stendur að afplána þriggja ára skilorðsbundinn dóm, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant