Björk með tónleika í Langholtskirkju

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Ómar

Björk Guðmundsdóttir, hljómsveitin Wonderbrass og Jónas Sen halda tónleika í Langholtskirkju næstkomandi þriðjudag. Um er að ræða síðustu tónleikana í Volta tónleikaferð Bjarkar. Tónleikarnir verða órafmagnaðir og á þeim kemur fram íslenski hluti hljómsveitar Bjarkar.

Flutt verða lög sem hafa verið uppistaðan í tónleikadagskrá Bjarkar á nýafstaðinni 17 mánaða tónleikferð þeirra um heiminn, en að sögn Einars Arnar Benediktssonar  vildi hún ljúka tónleikaferðalaginu á Íslandi. Tónleikarnir verða teknir upp og eru ætlaðir til útgáfu. Þeir verða um klukkustundar langir.

Miðasala verður á  midi.is, en einungis eru 300 miðar í boði. Miðasala hefst á mánudaginn klukkan 10, en miðaverð er 6000 krónur. Sæti verða ónúmeruð, húsið verður opnað kl. 17:30 og tónleikarnir hefjast kl. 18. Framkvæmd og skipulagning tónleikanna er í höndum Hr. Örlygs.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.