Elsti varðveitti kveðskapur Halldórs Laxness í póesíbók á Vegamótastíg

Póesíbókin með heilræðavísum Halldórs Laxness.
Póesíbókin með heilræðavísum Halldórs Laxness. mbl.is/G. Rúnar

„Mér finnst flest benda til þess að hér sé kominn elsti varðveitti kveðskapur Halldórs Laxness, nema einhver kannist við þær sem eldra höfundarverk eða þjóðvísur," segir Halldór Guðmundsson rithöfundur um vísurnar sem skrifaðar eru í póesíbók, minningabók þess tíma, sem geymd er í fjölskylduhúsi við Vegamótastíg.

Húsráðandinn Trausti Þór Sverrisson varðveitir bókina sem amma hans, Þórdís Dagbjört Davíðsdóttir, fékk skrautritaða í 11 ára afmælisgjöf, 7. október 1914. Halldór skrifaði í hana fyrstur allra það haust, þá 12 ára gamall:

Vart hins rétta verður gáð
villir mannlegt sinni,
fái æsing æðstu ráð
yfir skynseminni.

Haltu þinni beinu braut
ber þitt ok með snilli
gæfan svo þér gefi' í skaut
guðs og manna hylli.

„Það er virkilega gaman að þetta sé komið fram, og auðvitað spennandi að heyra hvort einhver kannast við þennan kveðskap," segir Halldór, sem hefur skrifað ævisögu nóbelsskáldsins. Morgunblaðið hafði samband við fjölmarga sérfræðinga í kveðskap og þjóðháttum og hafði enginn þeirra heyrt vísurnar fyrr og bendir því allt til þess að Halldór sé höfundurinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson