Slökkt á fossum Ólafs í kvöld

Fossar Ólafs Elíassonar í Austurá í New York
Fossar Ólafs Elíassonar í Austurá í New York AP

Slökkt verður á fossum Ólafs Elíassonar í Austurá í New York í kvöld en kveikt hefur verið á fossunum í fimmtán vikur. Fossarnir voru formlega vígðir í lok júní og áttu að vera í gangi frá 7 á morgnana fram til 10 á kvöldin. Í september var hins vegar tíminn sem þeir voru í gangi styttur um helming vegna kvartana þar sem saltvatnið sem streymdi um þá hafði skaðleg áhrif á gróður í nágrenninu. Hafa fossarnir verið í gangi frá klukkan 12:30 til 21 frá því um miðjan september.

Vinna við gerð þeirra tók tvö ár en fossar Ólafs eru stærsta verkið sem sett er upp af borgaryfirvöldum í New York frá því að hjónin Christo og Jeanne-Claude settu upp verkið Gates upp árið 2005.

Nánar um fossana
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hitt fyrir manneskju sem heillar þig algerlega upp úr skónum í dag. Reyndu að temja þér ráðkænsku og háttvísi í samtölum við maka og nána vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hitt fyrir manneskju sem heillar þig algerlega upp úr skónum í dag. Reyndu að temja þér ráðkænsku og háttvísi í samtölum við maka og nána vini.