Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós

Bubbi Morthens og Geir H. Haarde á tónleikum.
Bubbi Morthens og Geir H. Haarde á tónleikum. Friðrik Tryggvason

„Ég hef ekkert efni á þessu maður, ég á ekki bót fyrir boruna. Ég fór hins vegar og talaði við þá sem eru með Laugardalshöllina og þeir eru að gefa okkur hana,“ segir Bubbi Morthens sem ætlar að halda stórtónleika í Höllinni hinn 15. nóvember.

Þar mun fjöldi listamanna koma fram og gefa vinnu sína í þeim tilgangi að þjappa þjóðinni saman í kreppunni, en ókeypis verður á tónleikana.

„Ég er líka búinn að skrifa Reykjavíkurborg bréf og ég er að vonast til þess að hún hjálpi okkur því það þarf að borga þrif, rafmagn og fleira.

Í ljósi þess að Björk og Sigur Rós gátu fengið einhverjar þrjár eða fjórar milljónir hjá borginni í sumar til þess að mótmæla álverum hljótum við að fá einhverja peninga til þess að þjappa þjóðinni saman.“

Bubbi hefur nú þegar fengið nokkra af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar til liðs við sig. „Við erum byrjaðir að tala við hljómsveitir og þetta er breiðfylking tónlistarmanna sem ætla að gefa vinnu sína og koma fram. Þeir sem eru búnir að staðfesta eru til dæmis Lay Low, Stuðmenn, Esja og Ragnheiður Gröndal, og svo eiga einhverjir eftir að bætast við.“

Áður en að tónleikunum í Reykjavík kemur ætlar Bubbi hins vegar að halda tónleika úti á landi, en hann verður í Duus húsum í Reykjanesbæ á föstudaginn, og í Bæjarbíói í Hafnarfirði á laugardaginn. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og miðaverð er 2.000 kr. Í kjölfarið fer Bubbi svo norður í land og spilar á Akureyri, Húsavík, Dalvík og Sauðárkróki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú verða fyrir miklum þrýstingi frá samstarfsmanni þínum. Hugsanlegt er að einhver plati þig, annað hvort óviljandi eða af ráðnum huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú verða fyrir miklum þrýstingi frá samstarfsmanni þínum. Hugsanlegt er að einhver plati þig, annað hvort óviljandi eða af ráðnum huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir