Madonna sökuð um að móðga guð

Madonna er ýmsu von.
Madonna er ýmsu von. Reuters

Uppátæki poppstjörnunnar Madonnu eru lostafull, blettur á mannkyninu og móðgun gagnvart drottni. Þetta sagði rómversk-kaþólskur kardínáli, sem er kominn á eftirlaun, við messu sem var haldin til minningar um fyrrum einræðisherra Chile, Augusto Pinochet.

Madonna, sem gjarnan er nefnd drottning poppsins, hélt nýverið tónleika í Santiago í Chile, en hún er nú á tónleikaferðalagi um heiminn, sem kallast Sticky and Sweat, til að fylgja eftir plötunni Hard Candy.

„Maður finnur fyrir mikilli spennu í loftinu í borginni okkar af því að þessi kona er að heimsækja okkur, og með ótrúlega skammarlegri hegðun vekur hún áhuga á fólks á villtan og  lostafullan hátt,“ sagði kardínálinn Jorge Medina við söfnuðinn.

„Hugsanir um losta, saurugar hugsanir, saurugar athafnir eru móðgun við guð og óhreinn blettur á okkar hjarta,“ sagði Medina í prédikun sinni, sem hann hélt til að minnast þess að tvö ár eru liðin frá andláti Pinochet.

Medina er hins vegar langt frá því að vera óumdeildur maður. Margir íbúar Chile hafa mikla andúð á honum vegna þess hve náinn hann var Pinochet, sem lést 2006 áður en réttarhöld yfir honum gátu hafist. Fyrrum einræðisherrann er sagður bera ábyrgð á því að um 3.000 manns létust eða hurfu sporlaust á árunum 1973 til 1990.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson