Vildi ekki vera jólasveinn

Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson Ragnar Axelsson

„Þegar ég byrjaði sem skemmtikraftur – það eru orðin slétt 50 ár um áramótin – ætlaði ég hvorki að gera jólalög né -texta. Ég vildi ekki nálgast jólahátíðina sem markaðsvöru, vildi ekki græða á Jesú. Og ég hafnaði öllum óskum um að bregða mér í jólasveinsgervi.“

Ómar Ragnarsson endurskoðaði þessa afstöðu sína svo um munaði og á engan er hallað þegar sagt er að hann eigi stærstan þátt í að móta ímynd núlifandi kynslóða af jólasveininum. „Þegar ég fór að hugsa málin betur áttaði ég mig á því að um leið og maðurinn á að halda hvíldardaginn heilagan er honum nauðsyn að gera sér dagamun. Þá fór ég að horfa á jólin í pínulítið öðru ljósi en ég hafði gert.“

Fyrsti jólatexti Ómars var Jólasveinninn minn, sem hann samdi að beiðni Svavars Gests. Hann hefur enga tölu á jólalögunum og -textunum sem eftir hann liggja. „Ég var kominn í hálft hundrað á fyrsta áratugnum og síðan eru fjörutíu ár. Ég hef ekki tölu á þessu. En ég hugsa að á plötum sé þetta orðið á annað hundrað textar og lög.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav