Mills hrifin af nýju kærustu McCartney

Heather Mills með systur sinni Fionu.
Heather Mills með systur sinni Fionu. AP

Heather Mills, fyrrum eiginkona Bítilsins Paul McCartney segir hann hafa stórkostlegan smekk á konum. Þá segist hún sjálf njóta mikillar hylli meðal karlpeningsins.  

„Ég á margar stórglæsilegar vinkonur í New York sem geta ekki fundið sér kærasta,. Þegar ég fer út hérna er hins vegar alltaf verið að bjóða mér á stefnumót,” segir hún í grein sem birt er í blaðinu New York Post.  „Vinkonur mínar, sem líta betur út en ég segja bara: Hvernig í ósköpunum gerðist þetta? Það er kannski vegna þess að ég er sátt við sjálfa mig. Ég hef verið með mjög flottum, hlédrægum Englendingi í níu mánuði!" 

Þá segir hún  Beatrice, fimm ára dóttur sína og Paul, vera yfir sig hrifna af nýrri kærustu hans Nancy Shevell. „Ég hef ekki hitt Nancy en dóttir mín segir að hún sé dásamleg. Paul hefur frábæran smekk á konum,” segir hún.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.