Cohen klippir kynlífssenur

Breski leikarinn Sacha Baron Cohen gerði allt vitlaust á tískusýningu …
Breski leikarinn Sacha Baron Cohen gerði allt vitlaust á tískusýningu í París í október sl., þar sem hann var í hlutverki tískufréttamannsins Bruno. Reuters

Nýjasta kvikmynd breska grínistans Sacha Baron Cohen, sem fjallar um samkynhneigða tískufréttamanninn Bruno, hefur verið bönnuð innan 17 ára í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í kvikmyndatímaritinu Variety.

Fram kemur að bandaríska kvikmyndaeftirlitið hafi fett fingur út í nokkrar kynlífssenur sem eru í myndinni.

Hún hefur því fengið stimpilinn NC-17, en framleiðendur myndarinnar höfðust vonast eftir R-stimplinum. Skv. honum mega þeir sem eru yngri en 17 ára sjá myndina í fylgd með fullorðnum.

Ákveðið hefur verið að klippa myndina á nýjan leik. Þau atriðið sem verða klippt út verða eflaust að finna á DVD-útgáfu kvikmyndarinnar.

Myndin fjallar um austurríska tískufréttamanninn Bruno en persónan vakti fyrst athygli í grínþáttunum Da Ali G Show. Myndin er væntanleg 10. júlí nk.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes