Á leið til heljar um hraðbraut

Ástralska þungarokkssveitin AC/DC er spiluð í jarðaförum í Bretlandi.
Ástralska þungarokkssveitin AC/DC er spiluð í jarðaförum í Bretlandi. Reuters

Eftir því sem sífellt fleiri velja sönglög ótengd trúarlegum þemum fyrir jarðarfarir ástvina sinna hafa listar yfir mest spiluðu lögin breyst töluvert í áranna rás. Í jarðaförum í Bretlandi er nú t.a.m. farið að heyrast lag áströlsku rokkaranna í AC/DC „Highway to Hell“ og lag Queen „Another One Bites the Dust“. Vinsælasta lagið í breskum jarðaförum er þó hið hugljúfa „My way“.

Fimm vinsælustu popplögin, skv. nýrri breskri könnun eru:

1. „My Way“ - Frank Sinatra/Shirley Bassey.

2. „Wind Beneath My Wings“ - Bette Midler/Celine Dion.

3. „Time To Say Goodbye“ - Sarah Brightman/Andrea Bocelli.

4. „Angels“ - Robbie Williams.

5. „Over The Rainbow“ - Eva Cassidy.

Lög sem ekki eru á listanum en líklegt til vinsælda eru:

- „Hallelujah“ - Leonard Cohen.

- „Bat Out Of Hell“ - Meatloaf.

- „Spirit In The Sky“ - Doctor and the Medics.

- „Highway To Hell“ - AC/DC.

mbl.is