Keppendum í raunveruleikaþætti dæmd laun

Ekki er víst að keppendur í hinu íslenska Idol geti …
Ekki er víst að keppendur í hinu íslenska Idol geti farið fram á greiðslur fyrir vinnu sína. mbl.is

Óvíst er með framhald raunveruleikaþátta í Frakklandi eftir að Hæstiréttur þar í landi dæmdi þremur keppendum í Eyju freistinganna (e. Temptation Island) í hag. Keppendurnir kröfðust bóta þar sem ekki voru gerðir við þá launþegasamningar og á kröfuna féllst rétturinn.

Hverjum keppanda voru dæmdar ellefu þúsund evrur í bætur, eða um tvær milljónir króna, fyrir vinnuframlag sitt í þágu þáttarins. Var þar um að ræða laun samkvæmt kjarasamningum, yfirvinnu, orlof og bætur fyrir að vera sagt ólöglega upp, þ.e. brottrekstur úr þættinum.

Talið er að í kjölfar dómsins muni kröfum keppenda úr öðrum raunveruleikaþáttum rigna yfir, s.s. frönsku útgáfunum af Stóra bróður (e. Big Brother) og Stjörnuleit (Nouvelle Star).


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson