Ólöf metur tilboðin

Ólöf Arnalds
Ólöf Arnalds Chris La Putt

„Við erum að vega þetta og meta og erum með nokkur tilboð á borðinu. Þetta eru engir risahákarlar en allt saman vel stöndug „indí“-fyrirtæki,“ sagði tónlistarkonan Ólöf Arnalds í samtali við Morgunblaðið en útgáfufyrirtækin umræddu bítast um að fá að gefa út væntanlega breiðskífu úr hennar smiðju á næsta ári. Sú verður önnur plata Ólafar sem árið 2007 gaf út Við og við.

Ólöf hefur undanfarna mánuði farið reglulega til New York til að fylgja eftir þeirri athygli sem plata hennar hefur fengið þar vestra. Hún hefur haldið tónleika fyrir troðfullu húsi þar í borg og var auk þess beðin að hita upp fyrir hljómsveitina Blonde Redhead á tónleikum í Prospect Park í Brooklyn. Þá hafa tímarit og vefmiðlar á borð við Village Voice, Time Out New York, Vanity Fair, Brooklyn Vegan og Free Williamsburg fjallað á lofsamlegan hátt um tónlist Ólafar.

„Það hefur reynst mjög auðvelt að tengjast áhorfendum í Bandaríkjunum, þeir eru mjög móttækilegir fyrir sögum og gríni. Ég þarf eiginlega að passa mig á því að tónleikarnir breytist ekki í hálfgert uppistand!“ segir Ólöf um vel heppnaða tónleika sína þar vestra.

Landsmenn þurfa þó ekki að óttast að Ólöf sé horfin á vit tónleikahalds erlendis. Hún ætlar að spila reglulega hér á næstunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson