Britney fór beint á toppinn

Britney Spears hefur sungið sig á topp vinsældarlistans á ný.
Britney Spears hefur sungið sig á topp vinsældarlistans á ný. Reuters

Nýjasta smáskífa poppstjörnunnar Britney Spears, sem heitir „3“,  skaust beint á toppinn á bandaríska vinsældarslistanum.  Samkvæmt upplýsingum frá tónlistartímaritinu Billboard er Britney fyrsti listamaðurinn sem kemur lagi beint á toppinn, á lista yfir 100 heitustu lögin, í rúm þrjú ár.

Britney Spears hefur þakkað aðdáendum sínum, sem hún segir að séu þeir bestu í heimi. Hún er nú á tónleikaferðalagi að kynna síðustu plötu sína, The Circus.

Lagið er það eina nýja sem er að finna á nýjum geisladiski poppstjörnunnar, en þar verður að finna alla helstu smelli söngkonunnar. Hann er væntanlegur í næsta mánuði.

Max Martin stjórnaði upptökum á laginu, en hann hefur áður unnið með Britney og samdi m.a. „Baby One More Time“, „Oops!... I Did It Again“ og „Stronger“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson