Eiginkonan farin frá Tiger

Elin Nordegren og Tiger Woods á síðasta ári.
Elin Nordegren og Tiger Woods á síðasta ári. Reuters

Bandarískir fjölmiðlar fullyrða í dag, að Elin Nordegren, eiginkona kylfingsins Tigers Woods, hafi flutt út úr húsi þeirra við Orlando á Flórída. Að sögn blaðsins Chicago Sun Times segir, að Nordegren búi nú hjá vinum sínum en hafi ekki tekið ákvörðun um hjónabandið enn.

Þeim konum, sem segjast hafa átt í ástarsambandi við Woods síðustu ár, hefur fjölgað hratt síðustu daga og fylla nú að minnsta kosti tuginn.  Þar á meðal er ein klámleikkona. 

Lögreglan á Flórída hefur nú upplýst, að eftir að Woods lenti í bílslysi utan við heimili sitt nýlega hafi lögregla lagt hald á tvennskonar lyf, annars vegar verkjalyfið Vicodin og svefnlyfið Ambien.

Woods hefur ekki farið leynt með, að hann hafi tekið sterk verkjalyf milli golfmóta. Nú velta bandarískir fjölmiðlar því fyrir sér hvort sambland af þessum tveimur lyfjum hafi leitt til einskonar kynferðislegs ójafnvægis sem síðan hafi valdið því að Woods hegðaði sér eins og raun virðist bera vitni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant