Afþakkaði gjafabréf Iceland Express

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Lið Garðbæinga bar sigur úr býtum í Útsvari í Sjónvarpinu í kvöld, spurningakeppni sveitarfélaganna. Garðbæingar lögðu Reykvíkinga með 93 stigum gegn 41 í úrslitaþættinum.

Í sigurliði Garðbæinga voru Vilhjálmur Bjarnason lektor, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Elías Karl Guðmundsson nemi, sem var á dögunum í sigurliði MR í Gettu betur. Því tvöfaldur sigur hjá honum í spurningakeppnum Sjónvarpsins í vetur.

Lið Reykjavíkur skipuðu þau Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Jón Ingvi Jóhannsson bókmenntafræðingur og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Reykvíkingar leiddu keppnina í upphafi en segja má að úrslitin hafi ráðist í látbragðsleiknum þar sem Elías Karl og félagar fóru á kostum og náðu öruggri forystu fyrir Garðabæ. Reykvíkingar náðu sér ekki á strik eftir það, á meðan Garðbæingar röðuðu inn stigum í lokahluta keppninnar.

Vilhjálmur afþakkaði gjafabréf Iceland Express 

Athygli vakti að við verðlaunaafhendinguna neitaði Vilhjálmur Bjarnason að taka við gjafabréfi upp á 50 þúsund krónur frá Iceland Express, sem hefur verið í eigu Pálma Haraldssonar í Fons.

„Ég tek ekki við gjafabréfi frá Iceland Express," sagði Vilhjálmur við Þóru Arnórsdóttur, sem var spyrill í þáttunum ásamt Sigmari Guðmundssyni. Ólafur G. Guðnason spurningahöfundur hafði áður afhent Garðbæingum verðlaunagrip keppninnar.

Lið Garðbæinga í Útsvari.
Lið Garðbæinga í Útsvari. mynd/ruv.is
Lið Reykvíkinga í Útsvari.
Lið Reykvíkinga í Útsvari.
Elías Karl Guðmundsson sigraði bæði í Útsvari og Gettu betur.
Elías Karl Guðmundsson sigraði bæði í Útsvari og Gettu betur. Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki eins og þú átt að þér og þarft að komast að því af hverju það stafar. Passaðu þig á sölufólki.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki eins og þú átt að þér og þarft að komast að því af hverju það stafar. Passaðu þig á sölufólki.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan