Afþakkaði gjafabréf Iceland Express

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Lið Garðbæinga bar sigur úr býtum í Útsvari í Sjónvarpinu í kvöld, spurningakeppni sveitarfélaganna. Garðbæingar lögðu Reykvíkinga með 93 stigum gegn 41 í úrslitaþættinum.

Í sigurliði Garðbæinga voru Vilhjálmur Bjarnason lektor, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Elías Karl Guðmundsson nemi, sem var á dögunum í sigurliði MR í Gettu betur. Því tvöfaldur sigur hjá honum í spurningakeppnum Sjónvarpsins í vetur.

Lið Reykjavíkur skipuðu þau Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Jón Ingvi Jóhannsson bókmenntafræðingur og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Reykvíkingar leiddu keppnina í upphafi en segja má að úrslitin hafi ráðist í látbragðsleiknum þar sem Elías Karl og félagar fóru á kostum og náðu öruggri forystu fyrir Garðabæ. Reykvíkingar náðu sér ekki á strik eftir það, á meðan Garðbæingar röðuðu inn stigum í lokahluta keppninnar.

Vilhjálmur afþakkaði gjafabréf Iceland Express 

Athygli vakti að við verðlaunaafhendinguna neitaði Vilhjálmur Bjarnason að taka við gjafabréfi upp á 50 þúsund krónur frá Iceland Express, sem hefur verið í eigu Pálma Haraldssonar í Fons.

„Ég tek ekki við gjafabréfi frá Iceland Express," sagði Vilhjálmur við Þóru Arnórsdóttur, sem var spyrill í þáttunum ásamt Sigmari Guðmundssyni. Ólafur G. Guðnason spurningahöfundur hafði áður afhent Garðbæingum verðlaunagrip keppninnar.

Lið Garðbæinga í Útsvari.
Lið Garðbæinga í Útsvari. mynd/ruv.is
Lið Reykvíkinga í Útsvari.
Lið Reykvíkinga í Útsvari.
Elías Karl Guðmundsson sigraði bæði í Útsvari og Gettu betur.
Elías Karl Guðmundsson sigraði bæði í Útsvari og Gettu betur. Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes